25.02.1976
Neðri deild: 64. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2167 í B-deild Alþingistíðinda. (1758)

140. mál, Líferyissjóður Íslands

Flm. (Guðmundur H. Garðarsson):

Herra forseti. Ég vil byrja með því að þakka fyrir góðar undirtektir við frv. það, sem hér er til umr., af hálfu þeirra þm., sem tóku til máls um það í umr. í gær.

Þegar þetta frv. átti að afgreiða til n. kom upp nokkur ágreiningur, að vísu ekki undir umr., heldur áður en hún hófst, um það til hvaða n. ætti að vísa frv. Það kom til álita að frv. færi annaðhvort til heilbr.- og trn. eða fjh.- og viðskn., þar sem segja má að mál það, sem hér er til umr., sé tvíþætt, annars vegar er um að ræða atriði sem eru fjármálalegs eðlis og hins vegar atriði sem eru tryggingalegs eðlis.

Samkv. auglýsingu um staðfestingu forseta Íslands á reglugerð um Stjórnarráð Íslands, nr. 96 frá 31. des. 1969, 5. gr., á fjmrn. að fara með mál er varða lífeyrissjóði. Í sömu reglugerð segir einnig í 7. gr.heilbr.- og trmn. fari með mál er varða hvers konar tryggingar og vátryggingarstarfsemi. Að athuguðu máli leyfi ég mér að líta þannig á að mál það, sem hér um ræðir, heyri undir fjh.- og viðskn. og leyfi mér, herra forseti, að leggja til að frv. verði vísað til þeirrar nefndar.