25.02.1976
Neðri deild: 65. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2199 í B-deild Alþingistíðinda. (1785)

Umræður utan dagskrár

Utanrrh. (Einar Ágústsson):

Herra forseti. Ég vil biðja hv. 5. þm. Vestf. afsökunar á því að ég heyrði ekki fyrri ræðu hans og þá spurningu sem hann setti fram, og það er af augljósum ástæðum því að ég var ekki í húsinu. En nú hef ég heyrt spurninguna og ég vil gera mitt til þess að hv. þm. þurfi ekki að gera sér erindi í þriðja sinn í þennan ræðustól til að spyrja þessarar spurningar. Og ég vit gera það með því að upplýsa bæði hann og aðra um það, að ríkisstj. hefur ekki veitt samþykki sitt til þess að utanrrh. norðmanna eða neinn annar maður yrði milligöngumaður í landhelgismálinu.