26.02.1976
Sameinað þing: 57. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2204 í B-deild Alþingistíðinda. (1790)

179. mál, heyrnarskemmdir af völdum hávaða í samkomuhúsum

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Ég tel alveg sjálfsagt að það verði unnið að því og allt gert af hálfu opinberra aðila til þess að draga úr tóbaksreykingum landsmanna, og ætla ég ekki að fara út í skaðsemi þeirra. En það væri mjög gott ef alþm. almennt tækju það til fyrirmyndar að draga úr tóbaksreykingum og þá alveg sérstaklega flm. málsins. Það væri ólíkt skemmtilegra fyrir þá að vera allir algerir bindindismenn á reykingar, og það væri kannske fyrsta skrefið til þess að kenna öðrum að varast skaðsemi tóbaksreykinga þegar menn, sem hafa áhuga á að vara aðra, sýna það í breytni sinni.