26.02.1976
Neðri deild: 67. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2214 í B-deild Alþingistíðinda. (1797)

181. mál, námslán og námsstyrkir

Menntmrh. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til l. um breyt. á l. um námslán og námsstyrki. Ég vil geta þess að ég kynnti þetta frv. formönnum þingflokkanna í gær og fór þess á leit að greitt yrði fyrir framgangi þess. Það var síðan kynnt í öllum þingflokkunum í gær.

Frv. til nýrra laga um námslán og námsstyrki var lagt fyrir Alþ. í þessari viku, en hefur að sjálfsögðu ekki hlotið afgreiðslu enn þá. Í aths. með þessu frv. segir aðeins: „Óhjákvæmilegt er að úthluta námslánum nú þegar. Vart kemur til greina að veita lengur óverðtryggð lán. Því er lagt til að gera þá breytingu á lögum um námslán og námsstyrki sem felst í þessu frv.“ Aths. eru ekki lengri og ég orðlengi þetta ekki frekar, herra forseti, og geri ekki till. um nefnd.