26.02.1976
Neðri deild: 70. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2250 í B-deild Alþingistíðinda. (1835)

168. mál, flugvallagjald

Forseti (Magnús T. Ólafsson):

Ég vil tjá þegar þegar í stað skoðun mína á nál. hv. fjarstaddra dm. sem hafa haft allgóða staðgengla við umr. í dag. Þeir segja í nál. sínu:

„Við undirritaðir erum andvígir því að ríkissjóður innheimti flugvallagjald af innanlandsflugi. Í samræmi við það leggjum við til, að 3. gr. falli niður. Verði sú till. samþ., munum við flytja brtt. við aðrar gr. frv. til samræmis við það við 3. umr.

Síðan kemur brtt. þess efnis að 3. gr. falli niður.

Í þessum orðum felst að verði till. þeirra hv. þm., sem undirrita nál., samþykkt muni þeir flytja brtt. til samræmis við það við 3. umr. En þessi brtt. var felld, svo að forsenda þeirra fyrir brtt. við 3. umr. er ekki fyrir hendi.