01.03.1976
Efri deild: 68. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2270 í B-deild Alþingistíðinda. (1868)

144. mál, flokkun og mat á gærum

Landbrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Ég vildi leyfa mér að þakka hv. landbn., frsm. og öðrum nm., fyrir afgreiðslu á þessum málum og að hafa hraðað þeim svo, og ég vona að þau geti orðið hér til 3. umr. sem allra fyrst. Ég þarf ekki að endurtaka það, sem ég sagði hér um gildi þessara mála tveggja, því að það rökstuddi ég við 1. umr. málsins, en mér er það fullkomlega ljóst að hér eru á ferðinni mál sem miklu máli munu skipta.

Út af hví, sem fram kom í ræðum tveggja síðustu hv. ræðumanna um meðferð í sambandi við verð á ull, þá hefur það mál nú verið reiknað út í landbrn. og gæti komið inn í umr. sem e.t.v. fara hér fram í hv. Alþ. á morgun. En ég mun gera hæstv. ríkisstj. grein fyrir þeim niðurstöðum sem hafa komið fram við útreikning og samanburð á verði á ull og kjöti og þeim breytingum sem ég tel að heppilegt að gera þar um.

Ég endurtek svo þakkir mínar til hv. landbn. fyrir afgreiðslu á þessum málum og vona að hv. d. afgreiði þau hið fyrsta frá sér.