03.11.1975
Efri deild: 10. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 325 í B-deild Alþingistíðinda. (187)

26. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Fram. (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Herra forseti. Félmn. hefur tekið til meðferðar þetta frv. Það er ekki mikið af vöxtum og er einfalt að efni og formi. Hins vegar er það þýðingarmikið mál sem það varðar, þ. e. varðar fyrirkomulag á greiðslu framlags Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga. Nú fer þessi greiðsla fram þrisvar á ári. En það þykir ástæða til að breyta þessu þannig að greiðslan fari fram mánaðarlega. Og það er gert að ósk Sambands íslenskra sveitarfélaga. 1. gr. þessa frv. fjallar um þetta atriði.

2. gr. frv. er hins vegar í samræmi við lög frá síðasta þingi þar sem breytt var ákvæðum um framlag til Lánasjóðs sveitarfélaga. Áður var ákveðið samkvæmt lögum að greiða skyldi 15 millj. árlega úr ríkissjóði til Lánasjóðs sveitarfélaga. En á síðasta þingi var þessu breytt á þann veg að greiða skuli árlega 5% af vergum tekjum ríkissjóðs til Lánasjóðs sveitarfélaga. 2. gr. þessa frv. er til staðfestingar á þessu atriði.

Hv. félmn. athugaði þetta frv. og leggur til að það verði samþ., en fjarverandi afgreiðslu málsins var Steingrímur Hermannsson.