04.03.1976
Neðri deild: 73. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2404 í B-deild Alþingistíðinda. (1998)

174. mál, skipan dómsvalds í héraði

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér er til umr. um breyt. á lögum nr. 74 1972, um skipan dómsvalds í héraði, lögreglustjórn, tollstjórn o.fl., er annað fylgifrv. lagafrv. um rannsóknarlögreglu ríkisins sem hér var fyrr rætt og er aðeins um að ræða orðalagsbreyt., að því undanskildu að framkvæmd refsidóma er flutt frá embætti sakadómara til lögreglustjóra í Reykjavík. Er það sjálfgefin afleiðing af hinni breyttu skipan.

Ég vil óska þess að frv. þetta fái sömu meðferð og hin fyrri og verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.