09.03.1976
Sameinað þing: 60. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2452 í B-deild Alþingistíðinda. (2044)

159. mál, sjálfvirkt símkerfi um sveitir landsins

Landbrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Það er afskaplega langt frá því að ég vilji koma í veg fyrir að hv. 5. þm. Vesturl. geti náð til kjósenda sinna, því að maðurinn hefur oft sýnt sig að því að vera skemmtilegur og ég vil auðvitað að þeir njóti þeirrar ánægju sem hann hefur fram að færa. Hins vegar út af því, að einhver sérstök breyting hafi orðið í þessum efnum síðan ég varð samgrh., þá mundi ég telja að ef svo væri, þá ætti hún að vera til batnaðar því að það hefur þó verið fjölgað verulega linum á þessu svæði á þessu hálfa öðru ári sem ég er búinn að vera í þessu starfi og bað er unnið að því að laga þetta meira. En það tekur sinn tíma. Auðvitað er það svo að það eru fleiri en þessi hv. þm. sem eiga erfitt með að ná til sinna kjósenda. Úr þessu viljum við bæta. En það er afskaplega erfitt að komast fram hjá því þegar svarað er fsp. um sama efni, að nota þá ekki nokkuð svipuð svör, nema maður sé svo hagorður og skáldmæltur að geta sett þetta á svið eftir geðþótta, en það get ég ekki.