15.03.1976
Sameinað þing: 63. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2529 í B-deild Alþingistíðinda. (2090)

Rannsókn kjörbréfa

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 11. mars 1976.

Tómas Árnason, 4. þm. Austurl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi næstu vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 133. gr. laga um kosningar til Alþ. að óska þess að 1. varamaður Framsfl. í Austurlandskjördæmi, Þorleifur K. Kristmundsson sóknarprestur taki sæti á Alþ. í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Fyrir liggur kjörbréf séra Þorleifs K. Kristmundssonar.

Þá hefur mér borist annað bréf:

„Reykjavík, 15. mars 1976.

Formaður þingflokks framsóknarmanna hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Mér hefur tjáð Stefán Valgeirsson, að hann þurfi að dveljast erlendis í opinberum erindum næstu 2 vikur. Jafnframt hefur hann óskað þess með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að 1. varamaður Framsfl. í Norðurlandskjördæmi eystra, Kristján Ármannsson, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Fyrir liggur einnig kjörbréf Kristjáns Ármannssonar.

Ég leyfi mér að vísa þessum kjörbréfum til kjörbréfanefndar með ósk um að kjörbréfanefnd athugi kjörbréfin og til þess fær hún 10 mín. — [Fundarhlé.]