15.03.1976
Sameinað þing: 63. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2529 í B-deild Alþingistíðinda. (2091)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Jón Skaftason):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til athugunar kjörbréf Þorleifs K. Kristmundssonar, Kolfreyjustað, Suður-Múlasýslu, sem er 1. varaþm. Framsfl. í Austurlandskjördæmi, og kjörbréf Kristjáns Ármannssonar kaupfélagsstjóra á Kópaskeri, sem er 1, varaþm. Framsfl. í Norðurlandskjördæmi eystra.

Lögð hefur verið fram í n. yfirlýsing um það að hv. 4. þm. Austurl. geti ekki sótt þingfundi næstu vikur vegna erinda erlendis og er Þorleifur K. Kristmundsson 1. varaþm. flokksins á Austurlandi. Er hans kjörbréf hingað komið vegna fjarveru Tómasar Árnasonar.

Enn fremur hefur verið lögð fram yfirlýsing í n. um að Stefán Valgeirsson, hv. 4, þm. Norðurl. e., þurfi að vera erlendis um sinn, en varaþm. hans er Kristján Ármannsson kaupfélagsstjóri á Kópaskeri.

Kjörbréfanefnd leggur samhljóða til að kosning þessara þm. verði samþ. og metin gild og kjörbréf þeirra beggja samþ.