15.03.1976
Neðri deild: 76. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2537 í B-deild Alþingistíðinda. (2108)

Umræður utan dagskrár

Jónas Árnason:

Herra forseti. Ég tek til greina tilmæli hæstv. forseta um að menn reyni að vera stuttorðir og gagnorðir.

Hér er rætt um nýjustu atburði á Íslandsmiðum, alvöru þeirra og um nauðsyn þess um leið að við gerum NATO ljóst að þetta þolum við ekki lengur. Ef allt væri með felldu ætti maður að fá þær fréttir núna að búið væri að kalla heim sendiherra okkar hjá NATO. En það er nú ekki aldeilis. Skv. upplýsingum, sem ég var eð fá hjá utanrrn., eru farnir í heimsókn til NATO-stöðvanna í Evrópu fimm þm. Ég spurði hvers konar heimsókn þetta væri og fékk það svar að þetta væri „þessi venjulega, árlega heimsókn á NATO-stöðvarnar“, m.ö.o. kurteisisheimsókn. Ég stend hér upp til að lýsa furðu minni yfir þessu. Í stað þess að við sendum NATO nú harðorð mótmæli, þá sendum við NATO fimm menn úr okkar hópi í kurteisisheimsókn til þess að skála fyrir NATO. Hér hygg ég að eigi við hið fornkveðna: „Lítilla sanda, lítilla sæva“ o.s.frv.