15.03.1976
Neðri deild: 76. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2537 í B-deild Alþingistíðinda. (2109)

Umræður utan dagskrár

Forsrh. (Geir Hallgrímsson):

Virðulegi forseti. Það hefur gerst alloft eftir atburði á miðum að hér hafa landhelgismálin verið tekin til umr. utan dagskrár. Ég biðst ekki undan því, hvorki vegna mín né ríkisstj., en mér finnst þessir tilburðir bera vitni að sumu leyti slæmum taugum þeirra sem hefja máls á landhelgismálinn af þessu tilefni, — ekki vegna þess að þessir atburðir séu ekki alvarlegir, hættulegir og heri vitni um óskammfellna framkomu andstæðinga okkar í þessari deilu, en vegna hins, að við alþm. og allir íslendingar hljótum að gera okkur það ljóst af gangi mála og þróun að við þessu var að búast og það eru ekki umr. hér á Alþ. sem fá út af fyrir sig breytt þessu. Það er miklu frekar vatn á myllu andstæðingsins. Slíkar umr. eru frekar veikleikamerki af okkar hálfu, sérstaklega þar sem þær hver af annarri leiða ekkert nýtt í ljós af hálfu stjórnarandstöðunnar sérstaklega, benda á ekkert nýtt ráð sem við hefðum yfir að ráða til þess að ná betri árangri í baráttunni við andstæðinginn. En enn þá undarlegar koma þessar umr. mönnum fyrir sjónir þegar stjórnarandstaðan öðrum þræði lætur að því liggja að bað geri ekkert til þótt bretar séu að veiða hér undir herskipavernd, þeir taki svo sem ekkert magn af fiski upp úr sjónum við Íslandsstrendur, það sé þess vegna algjörlega ástæðulaust og raunar bretaáróður að vera að tala um að það sé hættulegt í sjálfu sér þótt þessi deila standi eitthvað lengur og bretar nái fiski á Íslandsmiðum.

Þegar á þetta er litið sem og það til viðbótar að þjóðir, sem eiga í baráttu sín á milli, reyna yfirleitt að ræða um hana innan sinna eigin vébanda án þess að andstæðingurinn hlusti á hvaða ráðum þær ætla sér að beita til þess að ná árangri, þá sjáum við í raun enn betur hversu gagnslausar og rannar skaðlegar slíkar umr. og vangaveltur eru hér. Okkur alþm. ber vissulega skylda til þess að gera okkar eigin þjóð grein fyrir stöðu mála og horfum og raunar, þegar tími er til kominn, hvaða ráðum við ætlum að beita, en að vera með vangaveltur hér fyrir opnum tjöldum hvað sé best að gera, hvaða vopnum eigi að beit.a í sjálfu sér, held ég að þjóni ekki mjög stórvirkum tilgangi, enda hefur það komið fram af máli stjórnarandstæðinga að þeim ber alls ekki saman.

Hér hefur verið á það bent af hv.þm. Benedikt Gröndal, þótt hann gagnrýndi ríkisstj. fyrir aðgerðaleysi til eflingar landhelgisgæslunnar og gerði lítið úr því að togara hefði verið bætt við skipakost landhelgisgæslunnar og e.t.v. leiguflugvél, þá hafði hann mörg orð um það að landhelgisgæslan væri ekki reiðubúin til að segja hvað hún vildi. Nú er það svo, og það getur verið svar við fsp. hv. þm. Lúðvíks Jósepssonar, að n. er að störfum til þess að fjalla um með hvaða hætti eigi að efla landhelgisgæsluna. Þessi n. hefur að hluta til skilað byrjunaráliti og yfirmaður landhelgisgæslunnar, .dómsmrh., hefur þegar gert ráðstafanir til þess að kanna með hvaða hætti eigi að efla landhelgisgæsluna. Þessi þeirrar n. í framkvæmd. Enn fremur hefur verið boðað að þessi n. muni halda áfram störfum og í samráði við landhelgisgæsluna, skipherra hennar og aðra starfsmenn, skila fyllri till. Mér er ljúft að heita því að þær till. munu verða lagðar fyrir landhelgisnefnd og fulltrúa stjórnarandstöðunnar jafnt og ríkisstj. til þess að við getum sameiginlega farið yfir þær og áttað okkur á hvað best er að gera. En það er ekki vandalaust verk, vegna þess að um leið, eins og ég nefndi. að hv. þm. Benedikt Gröndal, taldi litlu máli skipta að bæta við einum togara og leiguflugvél. þá varaði hann við því að setja traust sitt á að hraðskreiðir bátar gætu gert gagn hér við land vegna þess sjólags og veðurfars sem við búum við, þótt þeir geti gert gagn annars staðar í heiminum. Þetta er atriði auðvitað sem verður um að fjalla og gera sér grein fyrir.

Rn þessi hv. þm. sagði annað, sem ég held að við verðum að hafa mjög í huga og ég er honum sammála um, að fyrir hvert það skip, sem við bætum í gæsluna, geta bretar bætt við tveimur. Spurningin er því hver árangur er af eflingu landhelgisgæslunnar við hverja þá ráðstöfun sem til mála kemur og hverjar eru líklegar gagnráðstafanir andstæðingsins. Þetta verðum við að gera okkur ljóst. Það er e.t.v. þetta ásamt því, hver staða okkar er almennt í landhelgismálinar, sem gerir það að verkum að ákvörðun um fjárfestingu í tækjabúnaði. kaupum eða leigu eða rekstri tækjabúnaðar fyrir landhelgisgæsluna verður að miðast við það hve nálægt við teljum okkur vera sigri í þessu máli.

Fyrsti fundur Hafréttarráðstefnunnar á þessu ári hefst í dag. Við teljum og vonum að hann muni færa okkur mjög miklu nær fullnaðarsigri og teljum fullvíst að næsti fundur, sem hefst 15. júlí og stendur fram í septembermánuð n.k., muni jafnvel færa okkur fullnaðarsigur, þótt undirskriftir og fullnaðargildi væntanlegs hafréttarsáttmála komist ekki á fyrr en um eða eftir næstu áramót. Þegar svo snúa að okkur málin og við horfin, þá er rétt að hafa það í huga.

Þeir menn, sem nú tala mest um að lítið sé gert til eflingar landhelgisgæslunnar, áttu sumir sæti í ríkisstj. Íslands þegar við áttum siðast í deilu við breta. Ég man ekki eftir því að þeir stæðu að frekari ráðstöfunum til eflingar landhelgisgæslunnar þá en að bæta við einum hvalbát hluta af þeim tíma sem sú barátta stóð yfir, og vorum við þá einu varðskipi fátækari, ef ég man rétt. Það er ósamræmi milli orða og gerða, og sá grunur læðist að manni að það sé e.t.v. ekki fyrst og fremst áhuginn á því að ná árangri í baráttunni við andstæðinginn út á við, við breta, heldur hitt, að áhuginn beinist langtum frekar að því að slá pólitískar keilur á þessu máli innanlands. Ég lýsi ábyrgð á hendur stjórnarandstöðunni fyrir svo ábyrgðarlausan málflutning.

Ég vil enn láta það koma fram að ríkisstj. mun hafa fullt samráð og samstarf við stjórnarandstöðuna jafnóðum og n.lýkur störfum eða áfangaskýrslum, svo að við getum rætt um þessi mál eins og á að ræða um þau, með sameiginlegt markmið fyrir augum, þ.e.a.s. að vinna fullnaðarsigur í málinu.

Þá var þeirri spurningu varpað til mín hvort Landhelgisgæsluna skorti fé og hvort hún skuldi aðilum sem hún skiptir við. Ég vil svara fyrri spurningunni játandi. Um svarið við hinni síðari veit ég ekki, en ég tel það ekki út af fyrir sig ólíklegt. Að það komi alþm. að óvörum að Landhelgisgæsluna skorti fé tel ég bera vitni um að þeir hafi ekki fylgst með umr. á Alþ., m.a. við afgreiðslu fjárlaga. Það var skýrt tekið fram við afgreiðslu fjárl. að ef áframhaldandi ófriður yrði á miðunum, þá væru fjárveitingar til Landhelgisgæslunnar gjörsamlega ónógar. Hæstv. dómsmrh. hefur og skýrt þingheimi frá þessu oftar en einn sinni og tiltölulega nýlega. Hann hefur boðað það að vegna þessa verði haft samráð við fjvn.-menn og fjh- og viðskn.-menn til þess að ráða hót á þessum fjárskorti Landhelgisgæslunnar og kanna hvernig megi afla fjár til hennar, vegna þess að það verður ekki gert nema með nýjum sköttum á allan almenning í landinu.

Þeirri fsp. var enn fremur varpað til mín hvort ríkisstj. ætlaði sér ekki að gera Atlantshafsbandalaginu ljóst að framferði breta gengi ekki lengur. Ríkisstj. hefur vissulega gert Atlantshafsbandalaginu það ljóst. Hins vegar vita þessir þm. og við allir að Atlantshafsbandalagið skipar ekki fyrir um aðgerðir einstakra bandalagsríkja og þ. á m. skipar okkur íslendingum ekki fyrir verkum. En það er merkilegt að krefjast þess í sömu andrá, eins og hv. þm. Jónas Árnason gerði áðan, að nauðsynlegt væri að gera Atlantshafsbandalaginu það ljóst að þetta gangi ekki lengur, en gagnrýna svo það að fimm þm. færu í ferð til þess að heimsækja aðalstöðvar Atlantshafsbandalagsins m.a. til þess að undirstrika það að ekki sé unnt að þola það að bretar haldi uppteknum hætti áfram á Íslandsmiðum. Ég er í engum vafa um að þessi þrýstingur, sem hefur verið beitt gegn bretum, á eftir að bera árangur og stytta það óviðunandi ástand sem nú ríkir á Íslandsmiðum.

Ég skal ekki fara að öðru leyti út í einstakar till. sem hér hafa verið fluttar um eflingu landhelgisgæslunnar, m.a. vegna þess, eins og ég gat um áðan, að ég tel að slíkar umr. eigi fremur að fara fram í nefndum þingsins, landhelgisnefnd eða á slíkum vettvangi þar sem sérfræðingar eru til viðtals og ráðuneytis, þ. á m. starfsmenn landhelgisgæslu og skipherrar. Ég vit þó láta þess getið að við verðum í þeim efnum að vega það og meta hver kostnaðarauki er við öflun slíkra tækja annars vegar og hver árangur er af beitingu slíkra tækja hins vegar.

Hv. þm. Benedikt Gröndal sagði að við værum þegar búnir að vinna þetta stríð. Mæli hann manna heilastur. Ég held þess vegna að það, sem mestu máli skiptir nú, sé að halda svo af okkar hálfu á málum að mannslíf séu vernduð eins og kostur er, þótt við ráðum ekki ferðinni þar einir, og um leið að efla landhelgisgæslu að svo miklu leyti sem af því sé árangur. Ríkisstj. mun áfram starfa að því. Og ég ítreka það, að ég heiti fyrir hennar hönd fullu samráði við alla þm. og þ. á m. stjórnarandstöðuna í heild og fulltrúa hennar, — heiti þeim samstarfi um það að við ráðgumst um hvað helst megi þar til bóta verða og góðs árangurs.