22.03.1976
Sameinað þing: 67. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2681 í B-deild Alþingistíðinda. (2211)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 18. mars 1976.

Lárus Jónsson, 4. þm. Norðurl. e., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi næstu víkur, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður Sjálfstfl. í Norðurl. e., Vigfús Jónsson bóndi, sæti á Alþ. í fjarveru minni:

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Bréf hefur borist frá 1. varaþm. Sjálfstfl. í Norðurlandskjördæmi eystra:

„Reykjavík, 11. mars 1976.

Þar sem ég vegna anna mun ekki geta tekið sæti á Alþ. 15. þ.m. mun 2. varamaður Sjálfstfl. í Norðurl. e., Vigfús Jónsson bóndi á Laxamýri, taka sæti í minn stað.

Virðingarfyllst,

Halldór Blöndal.“

Þannig er ástatt að hvorki varaþm. er mættur né heldur hefur kjörbréf hans borist, svo að rannsókn kjörbréfsins verður frestað þar til á morgun.

Þá hefur borist annað bréf:

„Reykjavík, 17. mars 1976.

Gils Guðmundsson, 3. þm. Reykn., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi næstu vikur, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Alþb. í Reykjaneskjördæmi, Karl G. Sigurbergsson skipstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Karl G. Sigurbergsson hefur áður setið á þingi og býð ég hann velkominn til starfa.