04.11.1975
Sameinað þing: 11. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 354 í B-deild Alþingistíðinda. (222)

290. mál, virkjunarrannsóknir á Fljótsdalsheiði

Fyrirspyrjandi (Helgi F. Seljan) :

Herra forseti. Mér þykir miður að verða að taka aftur lofsyrði um hæstv. ráðh. varðandi fyrirheit um fullnaðarákvörðun um Bessastaðaárvirkjun. Varðandi hitt atriðið, þá er aftur komið ágreiningsefni okkar hæstv. ráðh. í fyrra. Öll upptalning hæstv. ráðh. var óþörf hér áðan. Ég hef ekkert við tæknilega ráðgjöf erlendra aðila að athuga. Ég á við beina aðild að virkjunarrannsóknum og virkjunum, aðild ýmissa fyrirtækja með nýtingu þessara fyrirtækja á auðlindum okkar í huga. Það er sú aðild og sú þátttaka sem ég varaði við og ég held að þetta sé sitt hvað.