23.03.1976
Sameinað þing: 69. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2717 í B-deild Alþingistíðinda. (2252)

103. mál, rekstrarlán til sauðfjárbænda

Landbrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Ég vildi bara undirstrika það sem hv. 5. þm. Norðurl. v. sagði áðan, að það er einmitt það sem ég var að segja, að það hefur orðið á þessu breyting og er ekki hægt að halda sig við þennan lið einan, eins og hann tók nú réttilega fram. En mér fannst hann vera nær hinu í upphafi, og það sýnir að þegar við förum að tala saman, þá skiljum við betur hvor annan. En til þess að taka af öll tvímæli um þessa þætti sem varða reksturinn, þ.e. uppgjörslán, fóðurbirgðalán, rekstrarlán, viðbótarrekstrarlán og ýmis önnur lán sem tengd eru rekstri, þá hækkuðu þau í fyrra að krónutölu um 86% og að verðgildi, eins og ég tók fram í upphafi, um 30%. Þetta vildi ég skýra svo að ekki færi neitt á milli mála.