24.03.1976
Efri deild: 80. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2744 í B-deild Alþingistíðinda. (2283)

163. mál, almenn hegningarlög

Frsm. (Ingi Tryggvason):

Herra forseti. Allshn. hefur athugað frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum sem fjallar um viðauka við núgildandi ákvæði í lögum nr. 41/1973. Efni þessa frv. er í fáum orðum það, að það fjallar um varnarráðstafanir og refsingar vegna glæpa gegn einstaklingum er njóta alþjóðlegrar verndar.

Á fundi allshn. voru þeir fjarverandi Jón G. Sólnes, Eggert G. Þorsteinsson og Geir Gunnarsson. Aðrir nm. voru sammála um að mæla með að frv. yrði samþ. óbreytt.