30.03.1976
Sameinað þing: 71. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2810 í B-deild Alþingistíðinda. (2349)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík; 29. mars 1976.

Ritari þingflokks sjálfstæðismanna hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Samkvæmt beiðni Eyjólfs K. Jónssonar, 4. þm. Norðurl. v., sem nú er erlendis í opinberum erindum, leyfi ég mér, með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþ., að óska þess að 2. varamaður hans, Ólafur Óskarsson bóndi, taki á meðan sæti hans á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Símskeyti hefur borist frá 1. varaþm. Sjálfstfl. Norðurl. v.:

„Sauðárkróki, 30. mars 1976.

Alþingi,

Reykjavík.

Vegna anna get ég undirrituð ekki tekið sæti Eyjólfs Konráðs Jónssonar á Alþingi.

Virðingarfyllst,

Sigríður Guðvarðardóttir,

1. varaþm. Sjálfstfl. í Norðurl. v

Undirskrift staðfestir Margrét Halldórsdóttir, símastúlka.“

Hér liggur fyrir kjörbréf Ólafs Óskarssonar, og vil ég biðja kjörbréfanefnd að rannsaka kjörbréfið og verður gefið 5 mín. hlé á meðan rannsóknin fer fram. — [Fundarhlé.]