31.03.1976
Neðri deild: 86. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2913 í B-deild Alþingistíðinda. (2401)

214. mál, skólakostnaður

Jónas Árnason:

Herra forseti. Ég vildi gjarnan að það kæmi fram, að það eru fleiri en vestfirðingar sem hafa skilning á nauðsyn þess að sundlaugar séu sem viðast á landinu og sem flestir íslendingar kunni að synda. Ég stend upp til þess að lýsa yfir stuðningi mínum við þetta ágæta mál sem hv. þm. Karvel Pálmason hefur flutt.

Mér er kunnugt um nauðsyn sundlauga í mínu kjördæmi og þá ekki síður nauðsyn sundkunnáttu í sjávarplássunum. Það var sem sé alveg rétt, sem hv. þm. kvaðst hafa grun um, þegar hann talaði núna siðast, að ég mundi lýsa yfir stuðningi við málið. Hann sagðist vænta þess að ég mundi gera það og þá vildi hann þar með þakka mér fyrir. Ég lít svo á að hann hafi þegar þakkað mér nógu rækilega, þannig að hann þurfi ekki að koma aftur í ræðustólinn til að ítreka það.