01.04.1976
Sameinað þing: 74. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2935 í B-deild Alþingistíðinda. (2423)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Hv. 1. landsk. þm. hefur kvatt sér hljóðs utan dagskrár og tilkynnti hann mér nokkru fyrir hádegi að hann mundi ræða um Kröfluvirkjun. Á það vil ég benda í sambandi við það mál, að hinn 11. nóv. voru umr. utan dagskrár um Kröfluvirkjun og aftur 2. des. var rædd fsp. frá hv. alþm. Braga Sigurjónssyni um Kröfluvirkjun. Í þriðja lagi vil ég á það benda, að hæstv. iðnrh. hefur þegar tilkynnt mér að hann muni gefa skýrslu um Kröfluvirkjun nú n.k. þriðjudag. Með tilliti til þessa vænti ég þess að hv. þm. verði stuttorður og umr. muni þá fara fram að sjálfsögðu um Kröfluvirkjun þegar hæstv. ráðh. gefur sína skýrslu. — Í öðru lagi hefur hv. þm. óskað eftir því að ræða þingsköp.