06.04.1976
Sameinað þing: 75. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3015 í B-deild Alþingistíðinda. (2495)

Umræður utan dagskrár

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. menntmrh. fyrir svörin. Hann gat í upphafi máls síns að það væri óvenjulegt að ræða um stöðuveitingar utan dagskrár. Það getur vel verið rétt, en ég held að það sé þá kominn tími til þess að svo verði gert því að ríkisstj. og ráðh. starfa á ábyrgð Alþ. og alþm. sem að henni standa. Ég vil aðeins benda á að það eru dæmi um að hæstv. ráðh. hafi fyrir einu og hálfu ári brugðið út af því að skipa í kennarastöður við Háskóla Íslands skv. till. læknadeildar og hafi skipað í þær gegn meðmælum meiri hl. deildarinnar, svo að ekki getur verið um það eitt að ræða í sambandi við ákvörðunartöku í þessu máli.

Ég sé ekki ástæðu til að ræða þetta mál frekar. Svör ráðh. gáfu ekki tilefni til þess. En ástæðan fyrir því, að ég tók þetta mál upp á Alþ. og gerði það að umræðuefni, var einfaldlega sú að ég álít að þarna hafi verið hrotið á okkar hæfasta lækni til þess að gegna umræddum stöðum.