07.04.1976
Efri deild: 86. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3090 í B-deild Alþingistíðinda. (2532)

229. mál, almannatryggingar

Frsm. (Oddur Ólafsson):

Herra forseti. Heilbr.- og trn. hefur fjallað um frv. til l. um breyt. á l. um almannatryggingar. Hún hefur rætt frv., hún er samþykk efni þess og leggur einróma til að það verði samþ. óbreytt. Þessi breyting er til orðin í sambandi við kjarasamninga, er nýlega fóru fram, og fjallar um breytingu á svonefndum viðmiðunartekjum manna er njóta tekjutryggingar.

1. gr. frv. fjallar um það að hækka skuli þær tekjur sem einstaklingar og hjón mega hafa áður en tekjutrygging þeirra er rýrð. Þessi tala skal breytast úr 46 þús. kr. við ársvíðmiðun upp í 120 þús. kr. og verður þá miðað við 1. júlí 1976, og ef um hjón er að ræða úr 33 þús. í 168 þús. kr.

Í öðru lagi fjallar breytingin um að það skuli vera heimilt að breyta þessu í hlutfalli við breytingar á tekjutryggingunni.

Það er samkomulag allra aðila að þetta fái greiðan gang gegnum Alþ. og ég vona að svo megi verða.