07.04.1976
Efri deild: 86. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3091 í B-deild Alþingistíðinda. (2536)

231. mál, eftirlaun til aldraðra félaga í stéttarfélögum

Frsm. (Oddur Ólafsson):

Herra forseti. Heilbr.- og trn. hefur fjallað um frv. til l. um breyt. á 1. um eftirlaun til aldraðra félaga í stéttarfélögum. Það sama má segja um þetta mál og um tvö fyrri málin, að það er einn þáttur í lausn hinnar almennu kjaradeilu í febrúarmánuði og varðar samkomulag Alþýðusambands Íslands, og Vinnumálasambands samvinnufélaganna um málefni lífeyrissjóða. Það fjallar um að bæta og auka réttindi lífeyrissjóðsfélaga og ekki síst öryrkja sem eru meðlimir í þessum þjóðum. N. ræddi frv. og leggur einróma til að það verði samþ. óbreytt.