07.04.1976
Neðri deild: 88. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3122 í B-deild Alþingistíðinda. (2561)

211. mál, Aflatryggingasjóður sjávarútvegsins

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Eins og skýrt er frá í aths. með þessu frv. er flutningur þess, eins og þar er strangt til tekið, ekki alveg bráðnauðsynlegur, sbr. þó 3. gr. frv. En með l. nr. 5 frá 13. febr. 1976 um útflutningsgjöld af sjávarafurðum, eru:ill þau útflutningsgjaldaákvæði, sem um getur í 5. gr. þessa frv., numin úr þeim lögum, sem þar eru tilgreind, og tekin inn í nýju útflutningsgjaldalögin. Þessu frv. er ætlað að fylla í þær eyður sem þannig hafa myndast í umræddum lögum, og þykir þetta bæði smekklegra, skýrara og eðlilegra, sérstaklega ef lög þessi verða prentuð o, skoðuð í heild.

Til þess að skýra þetta örlítið nánar má taka l. nr. 80/1971, um Aflatryggingasjóð sjávarútvegsins, sem dæmi. Eins og þau lög líta út eftir gildistöku hinna nýju útflutningsgjaldalaga er þar enga 16. gr. að finna og 9. gr. byrjar á tölul. 2. Þetta gerir e.t.v. ekkert til, en mun smekklegra þykir þó að ákvæði laganna fái aftur eðlilega tölu eða eðlilega númeraröð með því að setja inn á þessum tveimur stöðum einfalda tilvísun í útflutningsgjaldalögin, eins og lagt er til með þessu frv.

Við samningu útflutningsgjaldalaganna var íhuguð sú leið að breyta ákvæðum hinna ýmsu laga, sem frv. þetta fjallar um, í stað þess að fella þau úr gildi eins og gert var. Niðurstaða þeirrar íhugunar varð sú, að skýrar væri að fara þá leið sem farin var, þ.e. eða fella ákvæðin fyrst úr gildi og bera svo fram þetta frv. 1 þessu frv. er hins vegar stefnt að því að hafa orðalag sem skýrast og einfaldast og þess vegna segir einfaldlega í 1. gr. að 1. tl. 1. mgr. 9. gr. l. nr. 80/1971 orðist eins og þar stendur: „Tekjur af útflutningsgjaldi skv. lögum.“

Þótt frv. þetta sé aðallega formlegs eðlis er þar þó að finna efnisákvæði sem nauðsynlegt þykir að sett verði í lög. Hér er um að ræða ákvæði 3. gr. frv. og vísast til aths. um þau. En þar segir m.a. að með lögum um útflutningsgjald af sjávarafurðum var e-liður gr. varðandi Fiskveiðasjóð felldur niður og 1% gjaldið þar með fellt inn í lög um útflutningsgjald. Eftir stendur því d-liður um framlag ríkissjóðs, og þar sem ekki er ætlunin að fella hann niður verður að breyta orðalagi hans, því að eins og áður segir vísar hann aðeins til c-liðar um jafnhátt framlag úr ríkissjóði.

Þetta frv. er fyrst og fremst nokkurs konar hreingerningarfrv. á öllum þeim fjölda laga sem áður voru í gildi og er flutt til þess að einfalda framkvæmd þessara mála.

Herra forseti. Ég vil að lokinni þessari umr. leggja til að frv. verði vísað til hv. sjútvn.