28.04.1976
Efri deild: 91. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3316 í B-deild Alþingistíðinda. (2740)

205. mál, hámarkslaun

Oddur Ólafsson:

Herra forseti. Ég skal sannarlega vera stuttorður. En ég má til að segja örfá orð í tilefni þess, að mér fannst hv. 12. þm. Reykv. vera eitthvað að ýja að því að Sjálfstfl. væri nú kominn frá sinni upphaflegu stefnuskrá og ég mundi vera einn af þeim sem væru nýliðar þarna og hugsuðu öðruvísi un hann og fleiri. Ég hef nefnilega lúmskan grun um að enn þá misskilji hann þessa till. og haldi að þessi till. eigi eitthvert sérstakt erindi þangað sem alræði öreiganna ríkir. En þá misskilur hann þetta algerlega. Hann veit örugglega að launamismunur er hvergi meiri en í löndum þar sem alræði öreiganna er og þar mundi svona till. ekki verða tekin til umr. (Gripið fram í.) Já. það er einmitt það, svo að þetta er hákapítalísk tillaga. Auðvitað vilja vinnuveitendur hafa. sem lægstan launamismun. Það er alveg öruggt mál, það tryggir hag fyrirtækja þeirra. Ég sé ekki neitt athugavert við það þó að þeir styddu að samþykkt till. sem þessarar í þeim tilgangi að geta tryggt öryggi fyrirtækja sinna. Svo mundu þeir að vísu borga hluta af hagnaðinum í skatta, það gera þeir í dag líka hvort eð er. En ég álít að þetta mundi tryggja öryggi þeirra. Það er sem sagt að mínu viti mjög margt gott við þessa till., og ég vona að þetta mál verði tekið til rækilegrar íhugunar, þó að ég hins vegar geri mér grein fyrir að líklega er hvergi í Evrópu meira launajafnrétti heldur en einmitt á Íslandi.