29.04.1976
Neðri deild: 92. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3368 í B-deild Alþingistíðinda. (2795)

229. mál, almannatryggingar

Frsm. (Jón Skaftason):

Virðulegi forseti. Heilbr.- og trn. þessarar d. hefur haft til athugunar og meðferðar frv. til l. um breyt. á l. nr. 67 1971, um almannatryggingar. Frv. þetta er flutt sem einn líður eða afleiðing af þeim kjarasamningum sem gerðir voru í febr. s.l. og er efni þess það, að til þess að sú hækkun eftirlauna, sem gert er ráð fyrir í samkomulagi sem ég gat um, hafi ekki í för með sér teljandi lækkun lífeyrisgreiðslna frá almannatryggingum, þá er lagt til með þessu frv. að fjárhæð þeirra tekna, sem lífeyrisþegum er frjálst að hafa án þess að til skerðingar á tekjutryggingaruppbót á lífeyri almannatrygginga komi, verði hækkuð verulega eða úr 46 380 kr. í 120 þús. kr. á ári fyrir einstaklinga og úr 83 460 kr. í 168 þús. kr. á ári fyrir hjón.

N. leggur shlj. til að frv. þetta verði samþ. óbreytt. Forföll höfðu tilkynnt fyrir fund í n. Jóhann Hafstein, Ragnhildur Helgadóttir og Vilborg Harðardóttir.