03.05.1976
Efri deild: 94. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3459 í B-deild Alþingistíðinda. (2847)

218. mál, lyfsölulög

Fram. (Oddur Ólafsson):

Herra forseti. Í sambandi við þau orð, sem hv. 7. landsk. lét falla hér, vil ég aðeins geta þess, að eins og kemur fram í aths. við þetta frv., þá er starfandi n. að heildarendurskoðun lyfsölulaga. Þetta frv. er aðeins einn lítill liður í starfi hennar, þetta sem frá þeim er komið núna og tekið fram að á haustþinginu muni koma frekari till. Ég vil enn fremur taka það fram, að ég held að hér hafi verið mjög vel á þessum málum haldið og að lyf séu ódýrari hér en í okkar nágrannalöndum og að á dreifingu sé heldur gott skipulag.

Ég vil enn fremur vekja athygli á því í sambandi við eftirlit, sem hefur ekki minni þýðingu en verðlagið, að við höfðum á sínum tíma ágætan forstöðumann fyrir Lyfjaverslun ríkisins sem beinlínis stuðlaði að því, Kristinn heitinn Stefánsson, að hér var aldrei selt það lyf sem hefur valdið einna mestum skaða í Evrópu og reyndar víða um heim á seinni árum, taliomid, sem olli geysilega mörgum vanskapningum viða um heim og varð til mikilla hörmunga. Þetta lyf komst aldrei á lyfjaskrá hérlendis og þess vegna sluppum við við þær hörmungar.