10.11.1975
Neðri deild: 15. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 465 í B-deild Alþingistíðinda. (286)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir):

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 9. okt. 1975.

Með skírskotun til 138. gr., sbr. 111. gr. laga um kosningar til Alþ., leyfi ég mér hér með að óska þess að Geirþrúður Hildur Bernhöft félagsmálafulltrúi, 1. varamaður Péturs Sigurðssonar, 8. þm. Reykv., taki sæti hans á Alþ. í stað Gunnars J. Friðrikssonar, 2. varamanns, sem setið hefur á Alþingi um hríð.

Virðingarfyllst,

Þorv. Garðar Kristjánsson,

ritari þingflokks Sjálfstfl.“