04.05.1976
Efri deild: 96. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3616 í B-deild Alþingistíðinda. (2966)

266. mál, fjáröflun til landhelgisgæslu, ríkisfjármál o.fl.

Bragi Sigurjónsson:

Það er aðeins, herra forseti, örstutt varðandi þann samanburð sem hæstv. utanrrh. las um skuldahlutfall ríkissjóðs áður fyrr. Hann var alveg réttur. Hann var einmitt lesinn í Nd. nú fyrir örstuttu. En ég vil minna á hvaða ár voru 1967 og 1968. Ég held að engum blandist hugur um að þá átti þjóðin erfiðara undir fæti en nú, og þó komst ekki þetta hlutfall jafnhátt og það er í dag þegar allir telja að útflutningstekjur okkar séu hækkandi. Og ég minni á að þetta var farið að lagast hjá ríkisstj , eins og kom fram í tölu, sem nefnd var frá 1970. En núna, þegar byrjað er að syrta í álinn á ýmsa lund, þá hækkar þessi skuldafótur eða hvað maður á að kalla það enn hjá ríkisstj., þannig að mér virtist sá samanburður, sem hæstv. utanrrh. las, heldur óhagstæður fyrir núv. ríkisstj. svo ekki sé meira sagt.