05.05.1976
Sameinað þing: 84. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3689 í B-deild Alþingistíðinda. (2991)

248. mál, samkomulag um takmarkaðar veiðar norskra skipa innan fiskveiðilögsögu Íslands

Garðar Sigurðsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. utanrrh. fyrir skýr og góð svör.

Svarið við fyrri spurningunni er að mínum dómi ánægjulegt, og ég vona að hafi ekki veríð staðið við það að bókun 6 taki gildi, þá verði samningnum frestað eins og lofað var við umr. hér í haust.

Varðandi fjarskiptamálið, þá finnst mér að atferli breta á miðunum, þar sem þeir hafa margsinnis beitt okkur hernaðarofbeldi, sé nægilegt til þess að slíkir samningar um fjarskipti geti ekki staðist lengur. Ég legg á það áherslu að starfsmönnum Pósts og síma, loftskeytamönnum úti um land, sé ekki skylt að annast slíka þjónustu við ofbeldismennina sem munu líklegast halda áfram hinum gráa leik hér á Íslandsmiðum um nánustu framtíð, og hefði viljað leggja til að hæstv. ríkisstj. gæti séð sér fært að banna hreinlega fjarskipti við skip ofbeldismanna frá Bretlandi.