06.05.1976
Efri deild: 99. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3711 í B-deild Alþingistíðinda. (3014)

20. mál, ábyrgð á láni Landsvirkjunar til virkjana í Tungnaá

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur tekið til athugunar frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. til að ábyrgjast lán er Landsvirkjun hyggst taka til virkjana í Tungnaá. Hæstv. fjmrh. fór þess á leit við n. að hún beitti sér fyrir að flytja brtt. við frv. sem koma fram á þskj. 597. En breytingarnar eru þess efnis, að Í stað fjárhæðarinnar, sem kemur fram í 1. gr. frv., 2 milljarðar 385 milljónir kr., komi: 15 milljónir Bandaríkjadala. Þessi fjárhæð, 2 milljarðar 385 milljónir, er 15 milljónir Bandaríkjadala á því gengi er var er frv. var lagt fram á sínum tíma, en það þótti hins vegar rétt að hafa þessa fjárhæð í Bandaríkjadölum eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í öðrum gjaldmiðli. Einnig hefur verið bætt við ákvæði sem er svo hljóðandi samkvæmt brtt. sem fjh.- og viðskn. leggur fram:

Ríkisstj. er heimilt að taka lán er komi að hluta eða öllu leyti í stað ábyrgðar samkvæmt 1. mgr. og endurlána það Landsvirkjun með þeim kjörum og skilmálum sem hún ákveður.“

Það kann að vera að það muni reynast hagkvæmara að þetta lán verði tekið sem hluti af annarri lántöku ríkisins, og þá þarf að vera fyrir hendi heimild fyrir ríkisstj. til að taka slíkt lán og endurlána það Landsvirkjun.

Fyrirsögn frv. breytist í samræmi við þessa breytingu og verður þannig:

„Frv. til laga um heimild fyrir ríkisstj. til að ábyrgjast lán Landsvirkjunar og til að taka lán og endurlána það Landsvirkjun til virkjana í Tungnaá.“

Fjh.- og viðskn. leggur til að frv. verði samþ. með þessum hreytingum sem ég hef nú gert grein fyrir og koma fram á þskj. 597.