06.05.1976
Efri deild: 99. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3711 í B-deild Alþingistíðinda. (3016)

207. mál, ríkisreikningurinn 1974

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um frv. til l. um samþykkt á ríkisreikningnum fyrir árið 1974 og mælir með að það verði samþ. Fjarverandi afgreiðslu málsins voru þeir Ragnar Arnalds og Jón Helgason. Albert Guðmundsson tekur ekki þátt Í afgreiðslu málsins.

Ég sé ekki ástæðu til að rekja þetta mál. Það var gerð mjög góð grein fyrir því af fjmrh. og kemur skýrt fram í frv. hvað hér er um að ræða. Ég vil aðeins endurtaka það að n. mælir með því að frv. þetta verði samþ.