06.05.1976
Efri deild: 99. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3713 í B-deild Alþingistíðinda. (3022)

231. mál, eftirlaun til aldraðra félaga í stéttarfélögum

Frsm. (Oddur Ólafsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér um ræðir, var til meðferðar í heilbr.- og trn. Ed. og er endursent okkur frá Nd. vegna þess að okkur hafði sést yfir að í 2. gr. frv. stendur á einum stað 6 í staðinn fyrir 0, þ.e.a.s. „falli félagi frá áður en hann nær 76 ára aldri“ stendur hér, en á að sjálfsögðu að vera 70. Þess vegna er frv. komið hingað aftur. Er lagt til að frv. verði samþ. eins og það kemur nú frá Nd. núna.