06.05.1976
Neðri deild: 99. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3731 í B-deild Alþingistíðinda. (3038)

251. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Friðjón Þórðarson:

Herra forseti. Svo sem kunnugt er voru veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni samþ. á Alþ. 19. des. 1973 eftir allmiklar sviptingar hér í hv. d. Nú er hér til umr. frv. til l. um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands. Þar er um að ræða endurskoðun á þeim lögum sem ég áðan nefndi.

Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um málið á þessu stigi, en vil aðeins láta þetta koma fram:

Þm. Vesturl. hafa rætt þetta mál sín á milli og hafa það til nánari skoðunar í samráði við heimamenn við Faxaflóa og Breiðafjörð. Þeim er ljóst að hér er um mjög viðkvæm ágreiningsefni að ræða og mikilvæg hagsmunamál. Erfitt verður að ná niðurstöðu sem allir sætta sig við. Þó er mikils um vert að reyna að ná sem viðtækastri samstöðu allra aðila málsins. Í samráði við aðra þm. Vesturl. lýsi ég því yfir að við áskiljum okkur allan rétt til að flytja brtt. við þetta mál siðar, við 3. umr. eða í seinni d., að nánar athuguðu máli, þó að þessari umr. ljúki og málið haldi áfram.