07.05.1976
Sameinað þing: 85. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3800 í B-deild Alþingistíðinda. (3121)

195. mál, skattfrelsi bókmennta- og tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs

Forsrh. (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. Ég er ekki þess umkominn að svara fsp. síðasta hv. ræðumanns og leiði hana þess vegna hjá mér og vísa til þeirra sem þátt tóku í nefndarstarfinu. En ég kveð mér hér hljóðs til þess að láta þess getið í tilefni af tilmælum um að forsrn. beitti sér fyrir upplýsingastarfsemi vegna nál., að ég tel að nál. sjálft ætti að vera nægileg upplýsingamiðlun. Það hefur verið sent til fjölmargra aðila og raunar allra þeirra aðila sem tilgreindir eru í nál., auk þess til landshlutasamtaka og fjölmiðla. Ef þessir aðilar, sem eiga mestra hagsmuna að gæta í tengslum við starf n. og nál. sjálft og till. sem það felur í sér, hafa ekki meiri áhuga á málinu en svo að þeir hafi ekki frumkvæði í sér til að fjalla um málið held ég að það sé vitnisburður út af fyrir sig og megi af því lærdóm draga. Ég er ekki með þessu að gefa í skyn að þannig sé þessu farið. Það er ekki enn liðið eitt missiri síðan nál. var sent þessum aðilum og enn getur vel verið að viðkomandi aðilar taki það til meðferðar, en auðvitað kemur til greina að einhverjum tíma liðnum að leita beinlínís umsagna þessara aðila um efni nál.