11.11.1975
Sameinað þing: 13. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 494 í B-deild Alþingistíðinda. (314)

38. mál, staða Félagsheimilasjóðs

Menntmrh. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Ég vil leitast við að svara fsp. hv. fyrirspyrjanda. Þetta verður dálítill talnalestur, þó ekki mjög langur því að þetta er í samanþjöppuðu máli frá rn. Ef hann þreytir menn verður það að skrifast á reikning hv. fyrirspyrjanda.

Fyrsta spurningin er: „Hversu mörg félagsheimili, sem eru í smíðum eða fullbúin, njóta nú styrks úr Félagsheimilasjóði skv. l. nr. 107 frá 1970?“

Síðustu uppgjör Félagsheimilasjóðs og úthlutanir til eigendafélaga félagsheimila miðast við 31.12. 1974. Skv. bókum sjóðsins frá þeim tímamótum verður svarið við þessari spurningu:

A.

Í smíðum

19

Fullbúin, en styrkjagreiðslu ekki lokið

24

Alls

43

B.

1)

Voru gerð upp, en má búast við ein-

hverri viðbót er endanlegt uppgjör berst

8

2)

Nýjar framkvæmdir frá 1975

8

Alls

59

Önnur spurning: „Hver er skuld Félagsheimilasjóðs á lögboðnum 40% hluta stofnkostnaðar þeirra félagsheimila, skipt eftir kjördæmum?“

1.

Reykjaneskjördæmi:

Inneign 7 félagsheimila

kr.

9 511 814

2.

Reykjavíkurkjördæmi:

Inneign 3 félagsheimila

3 080 986

3.

Vesturlandskjördæmi:

Inneign 8 félagsheimila

14 332 926

4.

Vestfjarðakjördæmi:

Inneign 3 félagsheimila

6 551 409

5.

Norðurlandskjörd.-vestra:

Inneign 7 félagsheimila

11 190 962

6.

Norðurlandskjörd.-eystra:

Inneign 6 félagsheimila

9 971 621

7.

Austurlandskjördæmi:

Inneign 2 félagsheimila

1 430 613

8.

Suðurlandskjördæmi:

Inneign 7 félagsheimila

16 538 390

Inneign 43 félagsheimila alls kr.

66 608 721

Þriðja spurning: „Hvað er ætlað að það muni taka Félagsheimilasjóð langan tíma að greiða upp umrædda skuld miðað við núv. tekjustofna sjóðsins?“

Í des. 1974 var lokið við að greiða með fjórum beinum árlegum greiðslum þá inneign, 46.9 millj. kr., sem 60 félagsheimili áttu inni hjá sjóðnum 1. 1. 1971 og hafði þá sjóðurinn greitt 31 þeirra 1. des. 1970 14.1 millj kr. í skuldabréfum af inneign miðað við 1. 1. 1970. Kostnaður við smíði félagsheimila á árinu 1974 nam um 90 millj. kr., þátttaka sjóðsins því í þeim kostnaði 36 millj. kr. Innstæður 1. 1. 1974 námu 64.2 millj kr. Í des. 1974 námu því innstæður alls 100.2 millj. kr. Af þeim innstæðum voru af tekjum sjóðsins af skemmtanaskatti 1974 34.6 millj. kr. greiddar, og námu því innstæður að lokinni úthlutun 65.6 millj. kr.

Hve kostnaður við smíði félagsheimila í ár verður hár er eigi kunnugt, en áætla má hann um 80 millj. kr. og þátttöku sjóðsins því 32 millj. kr.

Í árslok 1975 má því áætla að innstæður nemi 87.6 millj. kr. Tekjur sjóðsins af skemmtanaskatti yfirstandandi árs eru áætlaðar 39.6 millj. kr., en af þeirri upphæð fara 10% til Menningarsjóðs félagsheimila, svo að til greiðslu innstæðu yrðu 35,7 millj. kr. og innstæður næmu að lokinni úthlutun 51.9 millj. kr.

Verði næstu 2–3 ár ekki leyfð smíði nýrra félagsheimila, þá ætlar stjórn sjóðsins að sjóðurinn komist úr skuldum 1978. — Rétt er að geta þess, að búast má við hærri tekjum af innheimtu skemmtanaskatts en gert er ráð fyrir í fjárl. 1975. — Í öðru lagi námu kröfur af óinnheimtum skemmtanaskatti 1974 8 millj. kr. skv. uppgjöri ríkisbókhaldsins frá 9. júní 1975. Verði um hækkun á innheimtu á skemmtanaskatti að ræða fyrir árið 1975 og takist að innheimta það, sem óinnheimt var af skatti 1974, þá væri hugsanlegt að innstæður eigendafélaga yrðu litlar við lok úthlutana á tekjum sjóðsins 1977.

Fjórða spurningin er svo: „Hefur Félagsheimilasjóður notfært sér heimild í 5. málsgr. 3. gr. l. nr. 107 frá 1970 til útgáfu skuldabréfa og þá í hve ríkum mæli?“

1. des. 1970 voru gefin út til 31 félagsheimilis skuldabréf að upphæð 14.1 millj. kr.

Þá hef ég reynt í sem allra stystu máli að svara þessum fjórum spurningum hv. fyrirspyrjanda.