10.05.1976
Neðri deild: 104. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3937 í B-deild Alþingistíðinda. (3252)

209. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Virðulegi forseti. Ég vil leyfa mér að þakka hv. frsm. og félmn. fyrir afgreiðslu málsins. Í reglugerð um úthlutun lána og byggingu 1000 leiguíbúða sveitarfélaga, sem sett var 26. febr. 1974, er það ákvæði í 3. gr. sem hv. frsm. rakti. Við 1. umr. málsins flutti hv. 3. þm. Norðurl. v. brtt. við frv., sem hér liggur fyrir, um að sveitarfélög skyldu hafa meiri rétt til afskipta af undirbúningi leiguíbúða heldur en í reglugerðinni segir. Það hefur orðið samkomulag um, að sú till. komi ekki hér til atkv., en hins vegar vil ég lýsa því hér yfir að félmrn. mun í samráði við Húsnæðismálastofnun ríkisins og Samband ísl. sveitarfélaga endurskoða ákvæði 2. mgr. 3. gr. umræddrar reglugerðar með það fyrir augum að rýmka það ákvæði og gefa sveitarfélögum frjálsari hendur um hönnun íbúða og undirbúning framkvæmda.