11.05.1976
Neðri deild: 106. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4003 í B-deild Alþingistíðinda. (3316)

115. mál, íslensk stafsetning

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir):

Út af orðum hv. þm. vil ég taka fram, að þegar ég sagði að ég hefði ákveðið að þetta mál yrði tekið til umr. nú á þessum fundi sagði ég ekkert um að ég væri ákveðin í því að málið yrði afgr. á þessum fundi. Og ég skal fúslega verða við því að atkvgr. um málið fari fram í upphafi næsta fundar d., og hygg ég að menn hljóti að geta sæst á þá málsmeðferð og sjái að þeir hv. þdm., sem vantar á fundinn, eru áreiðanlega úr báðum liðum, bæði úr liði fylgismanna frv. og andstæðinga þess. Get ég ómögulega séð að þessi niðurstaða mín sé ósanngjörn. Það er þá ákveðið að atkvgr. fer fram á næsta fundi.