12.05.1976
Neðri deild: 107. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4141 í B-deild Alþingistíðinda. (3463)

274. mál, Framkvæmdastofnun ríkisins

Landbrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseli. Það er aðeins örstutt athugasemd út af því sem hér hefur fram komið. Ég vil geta þess að ég hef þegar skipað n. til þess að endurskoða lög um Stofnlánadeild landbúnaðarins og veðdeild landbúnaðarins, þar sem ég legg sérstaka áherslu á að unnið sé að því að útvega þessum deildum sem mest eigið fjármagn. Þeir hv. tveir ræðumenn, sem hafa vikið að þessu, hv. 3. þm. Norðurl. e. og hv. 4. þm. Vesturl., eiga báðir sæti í þeirri n. og ég treysti þeim til þess að finna fjármuni til þeirra verkefna sem þeir hafa hér talað um. En fleiri verða með þeim, svo að þeir hafa nokkra sér til aðstoðar. Umr. (atkvgr.) frestað.