13.05.1976
Efri deild: 106. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4159 í B-deild Alþingistíðinda. (3493)

75. mál, gatnagerðargjald á Akureyri

Jón Helgason:

Herra forseti. Það er aðeins vegna orða hv. 12. þm. Reykv. áðan. Það er rétt að okkur virðist greina þarna á. Ég vil setja lög sem geta gilt fyrir öll sveitarfélög, þannig að þau hafi nokkurt svigrúm til þess að ákveða sjálf hvernig þau vilja haga málum sínum, en ekki setja lög sem binda hvert einstakt sveitarfélag, þannig að það verði í einu og öllu að hlíta forsjá löggjafarvaldsins, en hafi ekkert forræði sjálft.