13.05.1976
Efri deild: 106. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4163 í B-deild Alþingistíðinda. (3498)

113. mál, álbræðsla við Straumsvík

Axel Jónsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins, vegna þess að ég bar þá ósk fram við 2. umr. þessa máls að umr. yrði frestað þar til gengið hefði verið frá samkomulagi við bæjarstjórn Hafnarfjarðar, lýsa ánægju minni og færa fram þakkir mínar fyrir að við þessari ósk var orðið. Það er trú mín að sá tími, sem hv. þd. hefur tekið sér í það að gefa þessu máli tóm til að þróast utan þings, hafi máske stuðlað fremur að því að ná þeirri farsælu samkomulagslausn sem orðin er, þar sem samkomulagið var samþykkt með 11 shlj. atkv. í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að viðhöfðu nafnakalli.