13.05.1976
Neðri deild: 108. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4177 í B-deild Alþingistíðinda. (3574)

96. mál, sjúkraþjálfun

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Þetta frv. er flutt að ósk Félags ísl. sjúkraþjálfara og er að mestu leyti byggt á till, að nýjum lögum um sjúkraþjálfun sem félagið sendi heilbr.- og trmrn. til umfjöllunar á s.l. ári, en núgildandi lög um þetta efni eru frá árinu 1962, Heilbrn. taldi till. félagsins horfa í flestu til bóta frá núgildandi ákvæðum, og við samningu þessa frv. í rn, hafa ekki verið gerðar neinar efnisbreytingar nema sú að fellt hefur verið niður úr 2. gr. í till. félagsina það skilyrði að viðkomandi skuli hafa meðmæli Félags ísl. sjúkraþjálfara og landlæknis, heldur skuli umsagnar þeirra leitað, eins og hefur verið gert í öðrum hliðstæðum frv. og lögum. Ef fólk uppfyllir menntunarskil.yrði á að vera skylt að veita því starfsleyfi samkv. 1. gr. frv., þar sem segir að rétt til að starfa sem sjúkraþjálfari hér á landi og kalla sig sjúkraþjálfara hefur sá einn sem til þess hefur fengið leyfi heilbrrh., og leyfi skal veita þeim íslensku ríkisborgurum sem lokið hafa prófi frá skóla sem viðurkenndur er.

Ed. gerði nokkrar breytingar á frv. og ræddi það ítarlega, bæði við fulltrúa Félags ísl. sjúkraþjálfara og sömuleiðis komu á fund n, í Ed. orkulæknar, og voru breytingarnar gerðar, að ég best veit, í fullu samráði við þá.

Herra forseti. Ég legg til að að lokinni þessari umr. verði frv. vísað til 2. umr. og hv. heilbr.og trn.