13.05.1976
Neðri deild: 108. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4210 í B-deild Alþingistíðinda. (3615)

260. mál, réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Virðulegi forseti. Frv. þetta er til breyt. á l. um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 38/1954 og er flutt í tengslum við frv. það sem mælt var fyrir hér fyrir skömmu um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, og er það einnig byggt á þeim samkomulagsdrögum sem liggja til grundvallar því frv. Í 10. gr. þeirra samkomulagsdraga var gert ráð fyrir því að starfsmönnum, er skipa tiltekin störf, skuli óheimilt að gera verkfall. Hér er um að ræða ýmsa embættismenn og tiltekið starfsfólk við dómgæslu og löggæslu og stjórnsýslu, saksóknara ríkisins og. fulltrúa hans, svo og starfsmenn sáttasemjara, alla starfsmenn Alþingis, forsetaembættis, forsrn., utanrrn. og ýmsa forstöðumenn ríkisstofnana og staðgengla þeirra. Þessi upptalning er þó ekki tæmandi. Stór hluti þeirra stöðuheita, sem upp eru. talin í frv., eru nú skipuð mönnum sem eru utan vébanda Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og upptalning á þeim á því ekki heima í frv. til I. um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Þessar stöður allar er þó nauðsynlegt að undanþiggja verkfallsrétti með lögum þar sem allir ríkisstarfsmenn geta orðið félagar í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Eðlilegt þykir að þessi ákvæði séu bundin í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem þau taka til allra ríkisstarfsmanna án tillits til aðildar þeirra að starfsmannafélögum og heildarsamtökum.

Um frv. að öðru leyti leyfi ég mér að vísa til aths. með því.

Ég legg svo til, virðulegi forseti, að frv. þessu verði vísað að lokinni þessari umr. til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.