13.05.1976
Neðri deild: 108. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4213 í B-deild Alþingistíðinda. (3622)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir):

Út af þessum ummælum vil ég taka fram að ég man eftir því á mínum alllanga þingferli, að þetta er nokkuð algeng málvenja forseta, en ef menn eru ekki á einu máli um að hér sé rétt að farið, þá mun ég nú taka út af dagskránni 1., 2., 6., 16., 19. og 22. dagskrármálið og boða nýjan fund strax að loknum þessum fundi.