13.05.1976
Neðri deild: 109. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4282 í B-deild Alþingistíðinda. (3631)

115. mál, íslensk stafsetning

Frsm. minni hl. (Magnús T. Ólafsson):

(frh.): Ég endurtek ósk mína um að sú till., sem ég hef borið fram skrifl., megi koma til atkv. og um það verði leitað afbrigða og umr. frestað þangað til þm. taka að gegna þeim þingmannsskyldum sínum að mæta á fundi. (Forseti: hefur hv. þm. lokið ræðu sinni?) Ég vil fresta ræðu minni. (Forseti: Ég hef ekki gefið hv. þm. heimild til að fresta ræðu sinni einu sinni enn. Það hefur verið gert æðioft við þessa umr.) Ég hafði lýst því yfir þegar á fyrri fundi að ég óskaði eftir að halda áfram ræðu minni eftir að — (Forseti: Vill ekki hv. þm. tala úr ræðustóli?) Velkomið. Ég hafði óskað eftir að afbrigði fengjust fyrir þeirri till. sem ég flutti og síðan mundi ég halda áfram ræðu minni. (Forseti: Það er alsiða, eins og hv. þm. veit, að afbrigða sé leitað ef unnt er þegar nægilegur fjöldi þm. er í salnum, og alsiða, að umr. sé haldið áfram um mál þegar svo stendur á að einhver örlítil bið sé á að hægt sé að leita þeirra afbrigða. Með því að ég hef gefið hálftíma fundarhlé nú til þess að hv. þm. gefist kostur á að láta gera þm. aðvart, eins og ég sagði áður en ég frestaði þessum fundi, þá gefst hv. þm. nú kostur á að ljúka þessari ræðu sinni. Það er alveg ljóst að þessara afbrigða verður ekki leitað nú.) Þennan úrskurð hv. forseta áskil ég mér rétt til að ræða utan dagskrár á næsta fundi.