14.05.1976
Neðri deild: 110. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4336 í B-deild Alþingistíðinda. (3659)

115. mál, íslensk stafsetning

Menntmrh. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Virðulegi forseti. Ég skil skýringar hv. formanns menntmn., og orð mín bar ekki að skilja sem ádeilu á menntmn., heldur þóttist ég vera að greina frá staðreyndum. En það, sem ég vildi segja um þingsköp, var aðeins að mig langar til að beina einni spurningu til hæstv. forseta því mér finnst það skipta máli upp á vinnubrögð í þinginu: Má skilja úrskurð forseta áðan svo að eftirleiðis teljist ekki nauðsynlegt að leita afbrigða fyrir skrifl. brtt., sem oft eru einnig of seint fram komnar, fyrr en við atkvgr. um dagskrármálið? Mér finnst það skipta máli að þm. geri sér alveg grein fyrir þessu.