14.05.1976
Neðri deild: 110. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4339 í B-deild Alþingistíðinda. (3667)

274. mál, Framkvæmdastofnun ríkisins

Eyjólfur K. Jónsson:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja þessar umr., en að gefnu tilefni vil ég aðeins geta þess að ég held að ég hafi sagt hér í þessu ræðupúlti að ég hefði gert mér vonir um að annað og meira mundi felast í þessari endurskoðun en raun varð á. Það er rétt hjá hæstv. dómsmrh. að ég hafði engar sérstakar upplýsingar um það hvernig þessari endurskoðun ætti að vera háttað og þess vegna rétt að það hafi verið mínar eigin hugmyndir ef ég hef sett fram einhverjar sérstakar hugmyndir um hvernig það skyldi vera. Ég skal ekki ræða þetta frekar, en vil aðeins lýsa yfir ánægju minni yfir því að Framsfl. skuli ekki vera andvígur því að forstjóri stofnunarinnar verði einn og þá væntanlega að hann gegni fullu starfi.