14.05.1976
Neðri deild: 110. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4343 í B-deild Alþingistíðinda. (3672)

274. mál, Framkvæmdastofnun ríkisins

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Hæstv. dómsmrh. vék að grg. fyrir atkvgr. hér í gær í sambandi við 3. gr. þess frv. sem hér er til umr., þar sem ég ásamt hæstv. sjútvrh. gerði grein fyrir atkv. okkar varðandi brtt. við 3. gr. frv. Grg. okkar var einfaldlega þess vegna að við höfðum á þinginu 1971 flutt till. svipaðs eðlis og hér var til atkv. Við gerðum grein fyrir því í atkvgr. að enda þótt við hefðum flutt þessa till. á sinum tíma, þá hefðum við ákveðið að standa að afgreiðslu þessa frv. eins og ríkisstj. lagði frv. fram. En það kom fram í ræðu hæstv. forsrh. við 1. umr. að hér væri um að ræða samkomulag sem tekist hefði á milli þeirra aðila, sem um þessi mál fjölluðu, og við sem ráðh. í ríkisstj. stöndum að því frv. sem ríkisstj. nú flytur. Vel má vera að við séum þá áður búnir að gera samkomulag um eitthvað sem við kannske hefðum gjarnan viljað orða öðruvísi. — Þannig var okkar grg., en ég taldi ekki að það væri þar með verið að gefa í skyn að einhverjir hefðu gert einhverjar kröfur um eitthvað, heldur hitt, að við gerðum samkomulag sem höfðum áður flutt sams konar brtt.