14.05.1976
Neðri deild: 110. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4356 í B-deild Alþingistíðinda. (3700)

233. mál, norræn vitnaskylda

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Þetta frv. um norræna vitnaskyldu, sem kemur nú til meðferðar í þessari hv. d. eftir að Ed. hefur um það fjallað, er byggt á samþykkt Norðurlandaráðs frá 1968 um að beina því til ríkisstj. Norðurlandanna að beita sér fyrir því að sett verði löggjöf í löndunum sem koma á gagnkvæmri skyldu manna í ríkjunum öllum til þess að mæta sem vitni fyrir dómstólum á öðrum Norðurlöndum. Lög um þetta efni hafa verið sett í Danmörku og Svíþjóð, en lagafrv. hafa verið lögð fyrir þjóðþingin í Finnlandi og í Noregi. Þess má geta að almenn samstaða var um þetta mál í Norðurlandaráði á sínum tíma.

Það er augljóst, svo sem á er bent í grg. sem fylgir frv., að vitnaskyldan mun ekki verða mikið notuð í samskiptum Íslands við hin löndin vegna fjarlægðar og minni samskipta sem því svarar. Jafnframt skal á bað bent að samkv. ákvæðum frv. skal því aðeina beita henni að vitnisburður kunni að hafa verulega þýðingu fyrir úrslit máls.

Í sambandi við þetta frv., ef að lögum verður, þarf að gera tvær smávægilegar breytingar á lögum um meðferð einkamála í héraði og er nú flutt sérstakt frv. um þau atriði. Varðar annað atriðíð fjarlægðarmörkin, en hitt atriðið snertir ákvörðun á greiðslum í sambandi við framkvæmd vitnaskyldunnar. Það mál er nr. 11 á dagskránni og er aðeins fylgifrv. með þessu, og ég sé ekki ástæðu til að mæla sérstaklega fyrir því. en vil leyfa mér að óska eftir að frv. verði vísað til hv. allshn. að lokinni þessari umr. og sömu meðferð verði fylgifrv, látið sæta, en vísa að öðru leyti til grg.