17.05.1976
Efri deild: 119. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4471 í B-deild Alþingistíðinda. (3891)

251. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Út af ræðu hv. 1. landsk. þm. fyrr í dag, þá gerði hann upphaf 8. gr. frv. nokkuð að umræðuefni, en þar segir: „Stefnt skal að því að auk eftirlits landhelgisgæslunnar skuli sérstök eftirlitsskip, sem gerð verði út af Hafrannsóknastofnuninni, fylgjast með fiskveiðum í fiskveiðilandhelginni.“ Ég vil taka það fram að ég vildi ekki fallast á það orðalag sem var í upphaflegu áliti fiskveiðilaganefndarinnar vegna þess að Landhelgisgæslan hefur fyrst og fremst þetta hlutverk þó að hún geti ekki rækt það eins og nú standa sakir vegna þorskastríðsins við breta, og því er auðvitað þörf á því að auka þetta sérstaka eftirlit bæði með eftirlitsskipum og eftirlitsmönnum og það í samráði við Hafrannsóknastofnun. Og ég vil út af þessum orðum hv. þm. lýsa því yfir að ég hef auðvitað mikinn hug á því að auka þetta eftirlit þannig að það sé rækt á eins góðan hátt og hægt er. En það er auðvitað komið undir fjárveitingavaldinu á hverjum tíma hversu miklum fjármunum er hægt að verja í þessu skyni. Ég vænti þess að hv. þm. sé ánægður með þessa yfirlýsingu því að hún er í fullu samræmi við óskir hans og vilja í þessum efnum sem ég met fyllilega.

Í sambandi við nál. sjútvn. eða réttara sagt brtt. þær sem sjútvn. d. flytur, þá eru þær margar og sumar hverjar mjög viðamiklar. Ég er hræddur um að það geti orðíð allmikill meiningarmunur hér og í hv. Nd., eins og hún afgreiddi frv. frá sér, svo að ég hefði viljað leggja það til og mælast til þess að hv. sjútvn. tæki a.m.k. tilteknar till. sínar aftur til 3. umr. og þess yrði freistað í fyrramálið að halda sameiginlegan fund með sjútvn. beggja d. Sérstaklega bendi ég á 1. till. sem er breyting á svæðum og viðmiðunarpunktum, að það verði reynt að ræða bað frekar til þess að ná þar samkomulagi.

2. till. tel ég ekki það mikils virði eða að um efnislegan ágreining sé að ræða, það er meira um orðalag, og hef ekkert á móti því fyrir mitt leyti að hún sé afgreidd við þessa umr. En hins vegar vildi ég mjög eindregið fara þess á leit að n, tæki aftur til 3. umr. þriðju till., þ.e. orðalag 8. gr. Þar finnst mér að margt þurfi að athuga betur. Ég t.d. tel að þetta orðalag: „Ráðh. setur sérstaka trúnaðarmenn um borð í veiðiskip, eftir því sem þurfa þykir, og er skipstjórum veiðiskipa skylt að veita eftirlitsmönnum þessum“ — og svo og er bætt við: „og skipverjum eftirlits- og rannsóknaskipa þá aðstoð og aðstöðu um borð í skipum sinum sem nánar er ákveðið í erindisbréfum útgefnum af rn. til handa eftirlitsmönnum þessum“. Mér finnst vera nokkuð hart að kveðið að setja hér: „Ráðh. setur sérstaka trúnaðarmenn um borð í veiðiskip.“ Það eru oft mjög ákveðnar óskír og kröfur um fjölda trúnaðarmanna, og ég er hræddur um, ef svona fortakslaus skylda hvílir á ráðh., að það verði hrópað á æðimarga eftirlitsmenn, en til þess að ráðh. geti gert það, þá þarf hana auðvitað að hafa fjárveitingu til þess. En ég býst ekki við að það fáist eftirlitamenn kauplaust í þessu skyni, svo að ég vil mjög eindregið óska eftir því að þetta orðalag verði nánar athugað. Eins dettur mér í hug að það verði ekki vel séð hjá skipstjórnarmönnum og útgerðarmönnum fiskiskipa, þó að það sé sjálfsagt eins og upprunalega er í frv., að skipstjórum veiðiskipa sé „skylt að veita eftirlitamönnum þessum aðstöðu um borð í skipunum“, að bæta hér við: „og skipverjum eftirlits- og rannsóknaskipa þá aðstoð“. Ég veit ekki hvort þetta verður vel séð hjá skipstjórum fiskveiðiskipanna og útgerðarmönnum, svo að ég held að það sé rétt að þetta sé athugað nánar.

Brtt. við 13, gr. er í sambandi við dragnótina, að í stað 20. des. komi 30. nóv. Ég er þeirri till. algerlega samþykkur og ég get sagt það sem mína skoðun að það var auðvitað ástæðulaust að fara til 20. des. með dragnótaheimildina. — Um b-lið till. ætla ég ekki að fara fram á að hann sé tekinn aftur til 3. umr. Það hafa lengi verið skiptar skoðanir á milli Ed. og Nd. í sambandi við heimildir til veitinga dragnótaveiðileyfa í Faxaflóa og það verður auðvitað að hafa sinn vanagang.

Ég fyrir mitt leyti tel 6. till., breytingu á orðalagi 15. gr., ekki vera til bóta eða gera gr. skýrari. Ég get bent á það, að það getur veríð nauðsynlegt að stofnanir hafi ekki alveg úrslitavald í sambandi við að veita heimildir rannsóknaskipum og vísindamönnum til að nota bæði botnvörpu, flotvörpu og dragnót í rannsóknaskyni, þó að það sé alltaf sjálfsagt að leita álits viðkomandi stofnunar, sem er Hafrannsóknastofnunin, svo að ég hef talíð að það ætti að athuga betur á þessum sameiginlega fundi.

6. till. er við 16. gr. Þar segir að „veiðiheimildir samkv. 13: 15. gr. skulu jafnan vera tímabundnar og skal ávallt leita umsagnar Hafrannsóknastofnunarinnar áður en þær eru veittar.“ Hér er bætt við „og Fiskifélags Íslands“, en í frv., eins og það er nú, segir: „Auk þess skal ráðh. leita umsagnar Fiskifélaga Íslands eða annarra aðila þegar honum þykir ástæða til.“ Ég fyrir mitt leyti er mótfallinn þessari breytingu, ekki af því að ég telji ekki sjálfsagt að leita álits Fiskifélags Íslands þegar hægt er að koma því við, en ég held að það sé með þessari breytingu verið að þrengja framkvæmd þessara mála, því að reynslan er sú að það þarf oft og tíðum að reka mjög á eftir slíkum umsögnum og Fiskifélag Íslands hefur yfirleitt látið þessi mál öll fara fyrir stjórnarfundi þar. Þess vegna held ég að í sumum tilfellum, í sambandi við öll minni mál, þá sé óeðlilegt að bíða jafnvel langan tíma eftir því að slíkir fundir séu haldnir. En í öllum veigamestu málum, þá hygg ég að hver sá sem skipar embætti sjútvrh. muni ekki ganga fram hjá stofnun eins og Fiskifélagi Íslands. Ég segi þetta aðeins og eingöngu vegna þeirrar reynslu sem ég hef haft þann stutta tíma sem ég hef farið með þessi mál, og ég hygg að fyrirrennari minn sé algerlega sömu skoðunar hvað þetta varðar.

7. brtt. er lögfræðilega eðlis. Hún er vafalaust flutt í þeim eina og ágæta tilgangi að gera strangari kröfur til þeirra sem brjóta, og við því er ekkert að segja. Það er gott út af fyrir sig þó að það væri jafnvel réttara að bera þetta undir góða lögfræðinga, þetta orðalag gr., eingöngu af þeirri ástæðu. Efnislega er ég algerlega samþykkur þessari brtt.

8. till., við 19. gr., tel ég að sé mjög til bóta. Hún er miklu fyllri, enda á ekki að miða eingöngu við botnvörpu- og flotvörpuveiðar, heldur veiðar, þar er ég n. alveg sammála.

Sömuleiðis er ég samþykkur síðustu till. n. Það er að bæta við ákvæðum til bráðabirgða sem ég tel að sé rétt að gera og styð eindregið að sú till. nái einnig fram að ganga.

Herra forseti. Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri. Ég vil aðeins með þessum orðum beina þessum tilmælum til n., að þær till., sem ég hef gert aths. við, verði ræddar af sjútvn. sameiginlega ef hugsanlegt væri að ná samkomulagi, til þess að það verði ekki harðar deilur og málinu vísað til Nd. sem kann þá að gera á því aðrar breyt. sem mundu leiða til þess að það þyrfti að hafa umr. um þetta mikilvæga mál í Sþ. Ég tel fulla ástæðu til þess að reyna að ná samkomulagi, þannig að það sé ekki stórvægilegur ágreiningur á milli d., því það er mjög horft á af erlendum þjóðum, sem sækja eftir veiðiheimildum innan íslenskrar fiskveiðilögsögu, hvernig við afgreiðum þetta mikilvæga mál.